Jólafundur FKK
X
Félag kvenna í KópavogiJólafundur FKK verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember í Geðræktarhúsinu, Kópavogsgerði 8. (ath. breyttan fundardag). Fundurinn hefst kl. 19:30 Anna Elísabet Ólafsdóttir, lýðheilsusérfræðingur, verður gestur fundarins og mun segja frá sögu Geðræktarhússins auk þess að fjalla í stuttu máli um félagasamtökin Women Power og starfið í Tanzaníu í Afríku. Hún mun kynna hugmynd sem hún er að vinna með varðandi tengsl kvenna ólíkra heima. Einnig mun Ragna Sigurðardóttir, rithöfundur, koma til okkar á fundinn og lesa úr nýútkominni bók sinni - Þetta rauða, það er ástin. Veitingar verða í hátíðaranda og kaffisjóður verður 1.000kr.